Á þessari síðu er svarað algengustu spurningum varðandi notkun og stillingar blog.is.
Allir mega blogga nafnlaust á sínum síðum svo framarlega sem þeir halda skilmála bloggsins. Til þess að geta bloggað um fréttir og birtast á listum yfir nýjar færslur þurfa menn að fara í Stjórnborð → Stillingar → Um höfund og haka við ,,Birta fullt nafn". Slík aðgerð veitir þeim heimild til að blogga um fréttir á mbl.is og þeirra blogg birtast á síðum mbl.is. Nafnlausir bloggarar njóta ekki slíkra réttinda
Veldu Stillingar → Útlit → Síðueiningar í stjórnborðinu. Þar sést listi yfir virkar síðueiningarí viðkomandi þema. Á listanum má smella á Eyða við hverja síðueiningu til að fjarlægja hana eða Ný fyrir ofan / Ný fyrir neðan til að bæta nýrri við. Val síðueininga á þessari síðu hefur einungis áhrif á bloggið og undirsíður þess, ekki á myndalbúm.
Veldu Stillingar → Blogg → Bloggstillingar. Veldu síðan úr listanum "Birta athugasemdir" "strax og þær hafa verið skrifaðar".
Skráðu þig inn í Stjórnborðið og veldu Blogg → Athugasemdir. Smelltu á á plúsmerkið til hliðar við viðkomandi athugasemd og þá getur þú valið að fela hana og einnig að banna viðkomandi notanda eða IP-tölu ef vill.
Skoðaðu fyrst síðuna þína og ákveddu hvar þú vilt setja skoðanakönnunina. Taktu eftir hvaða síðueining er fyrir ofan eða neðan staðinn sem þú vilt setja hana á. Veldu Útlit → Velja síðueiningar í stjórnborðinu. Smelltu á hlekkinn ,,ný neðan við" við síðueininguna sem á að lenda fyrir ofan skoðanakönnunina. Finndu ,,Skoðanakönnun" í flettinum sem birtist og smelltu á ,,Bæta við".
Farðu í Tenglar og listar í stjórnborðinu og bættu við lista af gerðinni RSS-straumur. Þú getur þá sett færslur í þann lista, þar sem hver færsla er nýtt RSS-feed. Við hverja færslu skráirðu titil (birtist sem fyrirsögn), RSS-slóð, athugasemdir (birtist sem skýringartexti ofan við færslurnar úr feedinu sjálfu; má sleppa) og hámarksfjölda birtra færslna (valfrjálst).
Einnig þarf að gæta þess að síðueiningin ,,RSS-box" sé fyrir hendi á síðunni. Farðu í Stillingar → Útlit → Síðueiningar til að athuga þetta. Ef RSS-box er undir ,,Ónotaðar einingar" þarf að draga það yfir á viðeigandi stað í hægri eða vinstri dálki og smella á Vista breytingar.
Á stillingasíðu stjórnborðs er tengillinn Auglýsingar. Þegar smellt er á hann getur viðkomandi greitt fyrir að bloggsíða hans verði auglýsingalaus. Hægt er að kaupa allt að ár fram í tímann.
Ef þú vilt bæta við bloggvin skráir þú þig inn, ferð á síðu viðkomandi og velur hann svo sem bloggvin í valmyndinni efst á síðunni - Smellir á ,,bloggvinir" og velur svo að bæta viðkomandi við. Hann fær beiðina senda í tölvupósti og þarf að samþykkja hana.
Veldu Stillingar → Útlit → Síðueiningar í stjórnborðinu. Þar sést listi yfir virkar síðueiningar í viðkomandi þema. Smelltu á síðueininguna sem heitir Tónlistarspilari og dragðu hana á þann stað sem þú vilt. Smelltu á ,,Vista breytingar" að því loknu.
Gættu að því að tónlistaspilarinn birtist ekki nema hann hafi einhverja tónlist til að spila.
Í Stjórnborð → Stillingar → Blogg → Grunnstillingar er hægt að velja um eftirfarandi stillingar:
1. Opið fyrir allar athugasemdir
2. Athugasemdaskrifarar þurfa að staðfesta netfang sitt
3. Aðeins skráðir notendur geta skrifað athugasemdir
4. Aðeins tilteknir notendur geta skrifað athugasemdir
5. Athugasemdir birtast ekki nema síðueigandi staðfesti þær
Þú getur læst blogginu með því að fara í Stjórnborð → Stillingar → Blogg og velja þar Frekari stillingar neðst á síðunni. Þar velur þú síðan "Já" í liðnum ,,Læsa bloggi" og svo lykilorð í framhaldi af því. Smelltu að lokum á Uppfæra neðst á síðunni.
Gættu að því að ef þú vilt líka læsa myndaalbúmum þarftu að fara í hvert albúm fyrir sig, velja þar "Stillingar albúms" og haka síðan við "Takmarka við blogg." Smelltu að lokum á "Vista stillingar" neðst á síðunni.
Aðeins þeir sem birta nafn sitt á bloggsíðum geta bloggað um fréttir á mbl.is, sjást á forsíðu blog.is og koma fram í listum. Til að staðfesta nafn og birta það í höfundarupplýsingum skráir þú þig inn, ferð í Stillingar → Um höfund og hakar við nafnið sem birtist fyrir aftan "Birta fullt nafn" Síðan er smellt á hnappinn ,,Vista upplýsingar" sem er neðar á síðunni.
Nei, þemakerfið er sérhannað fyrir blog.is.
Þú lokar síðunni þinni og eyðir um leið færslunum með því að fara í Stjórnborð / Stillingar / Blogg / Frekari stillingar og velur þar Eyða bloggi.
Við metum blogg til þátttöku í Umræðunni eftir ýmsum atriðum; hversu málefnalega er bloggað, hve langar eru bloggfærslurnar, er aðallega verið að blogga um fréttir og svo má telja. Skoðanir bloggara skipta engu í því sambandi enda er á listanum fólk úr öllum áttum.
Þú merkir orðið eða orðin sem eiga að vera tengill (t.d. orðið "hér" í "smellið hér") og smellir svo á hlekkina (keðjuna) sem er ofan við textann (við hliðina á YouTube merkinu). Í gluggann sem þá kemur upp skrifar þú svo slóðina sem þú vilt vísa á.
Þú ferð inn í Stjórnborðið og smellir þar á "Lög" og síðan á tengilinn "sett inn".
Það gerist einstöku sinnum misnotkun af þessu tagi. Því setjum við sjálfir þann varnagla að smella verði á tengil í pósti sem við sendum á uppgefið netfang. Sé það ekki gert, birtist athugasemdin ekki.
Þú getur búið til eigin flokka og raðað greinunum í þá. Sjá Stjórnborð → Blogg → Flokkar.
Ekki er hægt að láta myndir raðast sjálfkrafa nema setja þær inn í þeirri röð sem þú vilt að þær verði, þ.e. ef þú vilt hafa þær í tímaröð setur þú síðustu myndina fyrst.
Líklega ert þú með þannig stillingu á vafranum þínum að það sýnist minna. Prófaður að fara inn á síðuna, halda niðri ctrl-hnappi (neðst til vinstri á lyklaborðinu) og slá á tölustafinn 0.
Algengasta ástæðan fyrir slíku er að einhver öryggishugbúnaður á tölvunni (t.d. eldveggshugbúnaður) hindrar vafrann þinn í að senda til okkar vefköku (cookie) sem segir okkur hver þú ert eftir innskráninguna. Hugbúnaðurinn er þá líklega nýbúinn að uppfæra sig og hefur um leiðfengið nýjar stillingar sem hafa þessar hvimleiðu afleiðingar. Einnig erhugsanlegt að stillingar í vafranum sjálfum valdi þessu. Það er mjög erfitt að greina svona mál nánar nema maður sé á staðnum, en það helsta sem þú getur gert til að reyna að koma í veg fyrir vandann er eftirfarandi:
Þetta er hægt að stilla með því að fara í Stillingar → Útlit → Stillingar síðueininga í stjórnborðinu. Á þeirri síðu er hægt að stilla ýmislegt í sambandi við birtingu efnis, þ.m.t. fjölda færslna. Efsta stillingin í listanum er "Fjöldi færslna á meginsíðu bloggsins". Þá má benda á stillinguna þar fyrir neðan, "Sýna útdrátt fremur en meginmál eftir x færslur á forsíðu".
Algengasta ástæðan fyrir slíku er að einhver öryggishugbúnaður á tölvunni (t.d. eldveggshugbúnaður) hindrar vafrann þinn í að senda til okkar vefköku (cookie) sem segir okkur hver þú ert eftir innskráninguna. Hugbúnaðurinn er þá líklega nýbúinn að uppfæra sig og hefur um leið fengið nýjar stillingar sem hafa þessar afleiðingar. Einnig er hugsanlegt að stillingar í vafranum sjálfum valdi þessu. Það helsta sem þú getur gert til að reyna að koma í veg fyrir vandann er eftirfarandi:
1) Hreinsa úr cache (forvistaðar upplýsingar um vefsíðuna sem vafrinn geymir á harða disknum).
2) Reyna með öðrum vafra á sömu tölvu (t.d. Firefox eða Chrome ef þú ert að nota Internet Explorer).
3) Skoða öryggishugbúnað (t.d. Norton Internet Security) sem þú ert með uppsettan á tölvunni og leita að stillingarmöguleika sem gæti hjálpað til (t.d. setja blog.is og mbl.is á "whitelist").
4) Reyna á annarri tölvu.
Flýtiminnið (cache) í vafranum þínum gerir það að verkum að þú getur vafrað um vefsíður á hraðvirkan hátt enda styttir það sóknartíma upplýsinganna sem leitað er eftir. Fari vefsíður, sem áður var vandalaust að skoða, að hætta að birtast rétt þá má vera að þú þurfir að hreinsa úr flýtiminninu. Það fer eftir vafranum sem þú notar hvernig hreinsa á flýtiminnið. Einfalt er að fá upplýsingar um slíkt á netinu, t.d. á wikiHow
Farðu í Stillingar → Kaupa pláss og veldu 1 GB. Hægt er að kaupa pláss með greiðslukorti eða millifærslu.
Minnkaðu myndirnar þegar þú sendir þær inn til okkar með því haka við Breyta stærð og velja 1024x768 úr vallistanum.
Minnkaðu myndirnar með myndvinnsluforriti áður en þú sendir þær til okkar.
Smelltu á Útlit í stjórnborðinu og veldu þema úr flettivalslistanum.
Farðu í Myndir → Albúmalisti og smelltu á það albúm sem þú vilt breyta. Breyttu þemanu í forminu sem kemur upp og smelltu á Vista.
Nei, það er skrifað frá grunni af starfsmönnum netdeildar Morgunblaðsins.
Já, með því að búa til þemapakka, fara í stjórnborðið, velja Útlit → Þemapakkar. Þar má setja inn eigin þemapakka og einnig sækja pakka fyrir þau þemu sem notandi hefur aðgang að (þ.e. kerfisþemu og eigin þemu notanda).
Þemapakki er zip-skrá með þemalýsingu á YAML-sniði ásamt CSS-skrá og e.t.v. einnig myndum. Það krefst nokkurrar þekkingar á CSS-stílsniðum að búa til ný þemu. Þeim sem vilja kynna sér efnið nánar er bent á hina ítarlegu þemasniðsskjölun
Hægt er að skipta um toppmynd með því að fara i Stjórnborð → Stillingar → Útlit → Toppmynd á síðu. Stærð toppmynda er mismunandi eftir því hvaða snið er valið á síðuna, en í sumu sniði er ekki gert ráð fyrir mynd:
Ávaxta-snið (appelsínu, epli o.s.frv): 720x195 dílar (pixel)
Rembrandt - með tilbrigðum: 720x170 dílar
B-þemað: 700x230 dílar
Fjallmyndarlegt: 1090x155 dílar
Cutline tveggja dálka: 770x145 dílar
Cutline þriggja dálka: 970x145 dílar
Í þemanu sem þú valdir fyrir bloggið þitt, er ekki gert ráð fyrir toppmynd og því ekki hægt að bæta henni við nema með því að breyta því. Þú getur gert það með smá kunnáttu í vefsíðugerð eða valið þema þar sem gert er ráð fyrir mynd eins og til að mynda "Fjallmyndarlegt", "Cutline þriggja dálka" eða eitthvert "ávaxta-" eða "grænmetisþema".
Farðu í Stjórnborð → Blogg → Öryggisafrit. Þar er hægt að taka afrit af blogginu, ýmist með myndum eða án mynda. Afritið er á HTML-sniði í þjappaðri skrá (zip-skrá).