Fyrstu 20 dagar maímánaðar 2025 hafa verið alveg sérlega hlýir, sérstaklega þó síðasta vikan rúm. Meðalhiti í Reykjavík er 9,1 stig og er það +3,1 stigi ofan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og +3,8 stig ofan meðallags síðustu tíu ára. Er þetta
Fyrri hluti apríl 2025 hefur verið mjög hlýr, þótt örlítið hafi slegið á hlýindin nú síðustu dagana. Meðalhiti í Reykjavík er +5,6 stig og er það +2,7 stigum ofan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og +2,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er
Í dag komst loftþrýstingur við sjávarmál niður í 940,9 hPa á Siglufirði (óstaðfest tala). Þetta er óvenjulág tala og virðist vera sú lægsta sem mælst hefur á spásvæðinu „Strandir og Norðurland vestra“ í febrúar. Við verðum þó að hafa í huga
Kuldinn síðustu daga hefur auðvitað haft töluverð áhrif á meðalhita fyrstu 20 daga nóvembermánaðar (2024). Hann stendur nú í +4,0 stigum í Reykjavík, +1,5 stigi ofan meðallags sömu daga áranna 1991 til 2020 og +0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
Fyrri hluti október 2024 hefur verið óvenjukaldur hér á landi (þótt vel hafi farið með veður). Meðalhiti í Reykjavík er +3,2 stig, -2,8 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og -3,0 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Þetta er því kaldasti
Árið 1963 varð mjög veðurviðburðaríkt. Vetur góður, vor hart, sumar kalt, en haustið umhleypingasamt. Auk fjölmargra veðurviðburða varð á árinu einn þriggja öflugustu jarðskjálfta hér á landi frá upphafi mælinga (kenndur við Skagafjörð), framhlaup varð í
Þann 15.júlí sumarið 2012 birtist á hungurdiskum pistill undir yfirskriftinni: Lægðir eru grynnstar í júlí. Megnið af því sem stendur í þessum pistli er enn í fullu gildi, en eitt atriði hans varð samt úrelt innan viku (sennilega var það ástæða þess að
Fyrri hluti febrúar hefur verið kaldur, sá kaldasti það sem af er öldinni í Reykjavík. Meðalhiti þar er -2,5 stig. Næstkaldasti febrúarfyrrihlutinn var 2002, meðalhiti þá -2,2 stig. Hlýjastur var fyrri hluti febrúar hins vegar 2017, meðalhiti +4,1 stig.
Meðalhiti fyrstu 20 daga desembermánaðar er +0,2 stig í Reykjavík, -0,8 stigum neðan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og -0,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Raðast meðalhitinn nú í 15.hlýjasta sæti aldarinnar. Hlýjastir voru þessir sömu dagar
Fyrstu tíu dagar desembermánaðar hafa verið nokkuð óvenjulegir. Mjög kalt hefur verið inn til landsins, en hlýrra við sjávarsíðuna. Meðalhiti í Reykjavík er -0,5 stig og er það -1,5 stigum neðan meðallags sömu daga árin 1991 til 2020 og -1,0 stigi neðan
Árið var talið sæmilega hagstætt á Suður- og Vesturlandi, en annars óhagstætt. Í heild var árið þurrt. Seint í febrúar kom óvenjumikið af hafís að ströndum landsins, árið varð hið fyrsta af „hafísárunum“ svonefndu. Hiti lækkaði að mun frá því
Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 15 daga septembermánaðar er +5,1 stig. Það er -0,9 stigum neðan meðallags sömu daga áranna 1991 til 2020 og -1,2 stigum neðan meðallags síðustu 10 ára. Hitinn raðast í 18. hlýjasta sæti á öldinni (af 23). Hlýjastir voru
Snjóleysið í haust fer að verða óvenjulegt, en þó er ekki enn um met að ræða - alla vega um landið sunnanvert. Þetta er í áttunda sinn síðustu 100 árin að ekki verður alhvítt í Reykjavík fyrr en í desember. Síðast gerðist það árið 2000, þá varð fyrst
Nýliðinn ágústmánuður var (rétt eins og júlí) sérlega hlýr á landinu. Methlýindi voru um allt norðanvert landið, hafa aldrei verið meiri í ágúst á fjölmörgum veðurstöðvum og á nokkrum stöðvum var mánuðurinn hlýrri en nokkur annar mánuður hefur verið til
Lægðin sem nú er yfir landinu telst óvenjudjúp miðað við árstíma. Þegar þetta er skrifað er þrýstingur í miðju hennar rétt við 980 hPa. Það er að vísu nokkuð langt frá mánaðarmetinu en samt ekki árlegur viðburður. Flettingar í metaskrá sýna að
Maímánuður hefur verið stórtíðindalítill hvað hitafar varðar. Meðalhiti fyrstu 15 dagana í Reykjavík er 5,7 stig, það er -0,2 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -0,3 neðan meðallags síðustu tíu ára og raðast í 11. hlýjasta sæti (af 20) á öldinni.
Tuttugu marsdagar. Rétt að taka fram í upphafi að vegna tölvubilunar á Veðurstofunni vantar enn slatta af athugunum í gagnagrunn Veðurstofunnar - þar á meðal nokkrar athuganir í Reykjavík. Tölur eru því ónákvæmari en vant er í uppgjöri hungurdiska.
Fyrri hluti marsmánaðar var kaldur miðað við það sem verið hefur á þessari öld. Meðalhiti í Reykjavík er -0,9 stig, -1,5 stigi neðan við meðaltal 1991 til 2020, en -2,2 neðan meðallags síðustu tíu ára - og hitinn þar með í 19.hlýjasta sæti (af 20) á
Í dag, laugardag 15.febrúar var óvenjudjúp lægð fyrir sunnan landið. Kort evrópureiknimiðstöðvarinnar hér að neðan sýnir 919 hPa í miðju hennar. Ekki hefur þó frést að neimun mælingum sem staðfesta þetta en veðurlíkön eru orðin það nákvæm að líklega er
Á dögunum huguðum við að hæsta meðalhita júlímánaðar - en í dag lítum við á hæsta meðalhámarkshita mánaðarins. Það er þannig fengið að reiknað er meðaltal hámarkshita alla daga hans. Lítið var um hámarksmæla á íslenskum veðurstöðvum fyrir 1925.