Reglur varðandi skrif á blog.is
Bloggvefurinn blog.is er rekinn af Árvakri hf.
blog.is er heimilt að breyta þessum skilmálum, í heild eða hluta.
Breytingar á skilmálunum öðlast gildi um leið og þær birtast á blogginu.
blog.is er heimilt að loka eða breyta blogginu í heild eða hluta og / eða
takmarkað aðgang að því. blog.is ber ekki ábyrgð á hugsanlegu tjóni ef
bloggvefurinn virkar ekki, t.d. vegna bilunar í tölvubúnaði.
Notandi staðfestir og ábyrgist, að hann sé lögráða og hafi heimild til að
gerast notandi á www.blog.is eða hafi heimild þar til bærra aðila til að
gerast notandi á www.blog.is, þ.m.t. lögráðamanna. Hann samþykkir einnig að
hann muni ekki birta efni sem brjóti gegn rétti þriðja aðila, þ.m.t.
höfundarétti, vörumerkjarétti eða friðhelgi einkalífs, teljist ærumeiðandi
eða ólögmætt með öðrum hætti.
Notandi velur sér notandanafn og lykilorð við skráningu. Með því að ljúka
innskráningu staðfestir notandi að hann hafi skilið notendaskilmálana og að
hann sé þeim samþykkur.
Notanda er óheimilt að miðla eða dreifa efni sem felur í sér áreiti,
hótanir eða telst vera ærumeiðandi, óviðurkvæmilegt, klámfengið eða kann að
vera til þess fallið að brjóta í bága við lög og reglur. Notanda er óheimilt
að miðla háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna
þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, sbr. 233.
gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Notandi ber ábyrgð á efni sem hann birtir á bloggi sínu. Hafi notandi
gefið öðrum aðilum heimild til nýta notendanafn og lykilorð sitt ber hann
fulla ábyrgð á skrifum sem þannig birtast. Leyfi notandi öðrum að skrifa á
blogg sitt ber hann ábyrgð á þeim skrifum.
blog.is áskilur sér allan rétt til að fjarlægja eða breyta efni sem
birtist á blogginu telji umsjónarmenn bloggsins það vera ósamrýmanlegt
þessum notendaskilmálum.
Notanda er óheimilt að trufla samskipti á blogginu með síendurteknum
skilaboðum og ruslpósti (spam). Persónulegar árásir á notendur bloggsins eða
aðra geta leitt til þess að bloggsíðu viðkomandi verði lokað að hluta eða
algjörlega og girt fyrir aðgang hans að blogginu.
Óheimilt er að tengja bloggfærslur við fréttir án þess að færslurnar
tengist viðkomandi frétt.
blog.is er heimilt að loka fyrir aðgang notanda að blogginu.
blog.ishefur ákvörðunarvald um hvort aðgangi verði lokað í heild eða
að hluta og
hvaða ástæður leiða til þess að ákvörðun um lokun er tekin. blog.is ber ekki
ábyrgð á tjóni sem notandi kann að verða fyrir vegna lokunar aðgangs.
blog.is er ekki ábyrgt fyrir efni vefsíðna og -svæða sem notendur vísa
til af bloggsíðum sínum.
Notendum er frjálst að koma fram undir öðru nafni en eiginnafni, en ekki
er heimilt að villa á sér heimildir. Heimilt er að blogga í nafni
félagasamtaka eða fyrirtækja, enda ljóst að verið sé að blogga fyrir hönd
viðkomandi samtaka eða fyrirtækis.
blog.is mun aðstoða opinber yfirvöld, s.s. lögreglu, við að upplýsa mál
sem kunna að koma upp og tengjast blogginu ef krafa berst frá yfirvöldum þar
að lútandi. Í slíkri aðstoð gæti m.a. falist að veittar séu
persónugreinanlegar upplýsingar um notendur og notkun þeirra.
Ef notandi bloggvefjarins telur að brotið sé á rétti sínum, s.s.
höfundarrétti eða rétti til friðhelgi einkalífs, getur hann tilkynnt um
slíkt með því að smella hér.